fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Hversu lengi nýtur forseti Mexíkó stuðnings þjóðarinnar?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. desember 2019 20:30

Frá Mexíkó. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að ofbeldisverkum fari fjölgandi í Mexíkó og sífellt fleiri merki þess að stjórnvöld hafi misst völdin til eiturlyfjahringja sjáist á sumum svæðum landsins bera margir Mexíkóar mikið traust til Andreas Manuel Lopez Obrador forseta. En stóra spurningin er hversu lengi það mun vara?

Efnahagslíf landsins er nánast í kyrrstöðu, morðtölurnar slá hvert metið á fætur öðru en samt sem áður hefur stuðningur við forsetann ekki dregist mikið saman á því ári sem hann hefur verið við völd. Kosningabarátta Obrador byggðist á loforðum um að taka til í spilltu stjórnkerfi landsins og að láta ríkisvaldið vinna fyrir almenning í stað elítunnar. Mörgum landsmönnum finnst það einmitt vera það sem hann að gera.

Hann hefur sett peninga í félagsleg verkefni fyrir bændur, eldra fólk og fyrir námsmenn. Hann hefur lagt mikla áherslu á að heimsækja litla bæi um allt land í staðinn fyrir utanlandsferðir. Þá hafa laun opinberra starfsmanna, þar á meðal hans sjálfs, verið skorin niður. Hann seldi einnig lúxusflugvélina sem forverar hans notuðu og flýgur sjálfur á almennu farrými með áætlunarflugi. Með þessu hefur honum tekist að byggja upp orðspor sem maður alþýðunnar og því vilja margir gefa honum meiri tíma þrátt fyrir að árangurinn sé lítill til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér