fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Enn eitt áfallið fyrir bresku konungsfjölskylduna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. desember 2019 19:30

Fjölskyldan var mjög ósátt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew prins, sonur Elísabetar Bretadrottningar, hefur verið mikið í kastljósi fjölmiðla að undanförnu vegna alvarlegra ásakana á hendur honum um tengsl hans við barnaníðinginn Jeffrey Epstein og meinta kynferðisbrota gegn barnungum stúlkum. Andrew hefur nú verið settur til hliðar og dreginn út úr öllum verkefnum hirðarinnar. En í síðustu viku reið annað áfall yfir konungsfjölskylduna en þó ekki tengt Andrew.

Þetta mál er þó ekki eins alvarlegt og mál Andrew en hefur samt sem áður ratað á forsíður breskra blaða. Það er hin 29 ára Lady Tatiana Mountbatten, frænka Elísabetar sem er vandræðagemsinn að þessu sinni.

Hún var nýlega svipt ökuréttindum eftir að hafa verið staðin að of hröðum akstri þrisvar sinnum á 10 dögum.

Hún var sektuð um sem svarar til um 100.000 íslenskra króna fyrir brotin og svipt ökuréttindum. Hún reyndi að sannfæra dómarann um að líf hennar yrði mjög erfitt án ökuréttinda en það hafði engin áhrif á hann og var hún því svipt ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni