fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Norður-Kórea sviptir hulunni af nýjum bæ – Sagður „táknmynd siðmenningarinnar“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. desember 2019 20:48

Frá Samjiyon. Mynd:Korean Central News Agency

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega klippti Kim Jong Un, einræðisherra í Norður-Kóreu, á rauðan borða þegar nýr bær var tekinn í notkun í þessu harðlokaða einræðisríki. Bærinn heitir Samjiyon en þar geta um 4.000 fjölskyldur búið. Meðal þess sem hefur verið byggt þar er skíðasvæði og knattspyrnuvöllur.

BBC skýrir frá þessu. Hin opinbera fréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, segir bæinn vera „táknmynd siðmenningarinnar“. BBC segir að þrælar hafi verið látnir reisa bæinn, það er að segja fólk sem er haldið í þrælkunarbúðum í landinu. Þetta hefur ríkisfjölmiðill landsins, sem er eini fjölmiðillinn þar í landi, ekki sagt neitt um því þar er aðeins fjallað um gleðina og ánægjuna með nýja bæinn.

BBC hefur eftir Colin Zwirko, fréttamanni hjá NK News, sem hefur aðsetur í Bandaríkjunum en fjallar um málefni Norður-Kóreu, að bærinn eigi að vera einhverskonar „fullkomið“ módel sem er hægt að sýna ferðamönnum. Nú líti hann vel út, þrifalegur bær með fallegum byggingum. Þessi bær sé ólíkur öllum öðrum bæjum í Norður-Kóreu.

Um 10.000 ferðamenn, aðallega Kínverjar, koma til Norður-Kóreu á ári hverju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu