People skýrir frá þessu. Í dómsskjölum kemur fram að Lynn hafi borið við algjöru minnisleysi um það sem gerðist vegna mikillar áfengisneyslu. Hún játaði að hafa átt í óviðeigandi kynferðislegu sambandi við tvo nemendur sína.
Hún var ákærð fyrir að hafa misnotað 16 ára pilt og annan 18 ára. Sá 16 ára bar vitni fyrir dómi og sagði að hann hafi verið byrjaður að skiptast á skilaboðum við Lynn á Snapchat. Hún hafi byrjað að senda honum nektarmyndir og hann hafi sent slíkar myndir til hennar. Hann sagðist hafa farið í bíltúr með henni og að á meðan hafi þau drukkið áfengi. Þau hafi byrjað að kyssast í bílnum en hafi síðan farið heim til Lynn þar sem hún nauðgaði honum. Hann sagðist síðan hafa sofnað í herbergi sonar hennar en hún hafi síðan vakið hann og fengið hann upp í rúm til sín.
Lynn sagðist hafa verið ofurölvi þegar hún misnotaði piltana, svo ölvuð að hún myndi ekki neitt eftir því sem gerðist. Í yfirheyrslu hjá lögreglunni sagðist hún ekki vita hvort eitthvað hafi gerst.
„Ég veit það ekki. Ég vona ekki. Ég veit það ekki. Ég held ekki að þetta hafi gerst því ég var í fötum. Þegar svona gerist er maður yfirleitt ekki í fötum. En ég hef ekki hugmynd. Ég man ekkert.“
Sagði hún.
Í mars á síðasta ári stundaði hún kynlíf með þeim 18 ára. Samkvæmt lögum í Texas mega nemendur og kennarar ekki eiga í ástarsambandi eða stunda kynlíf saman og gildir þá einu hvort nemandinn sé orðinn lögráða. Af þeim sökum var Lynn ákærð fyrir nauðgun. Hún var sakfelld fyrir kynferðislega misnotkun en ekki nauðgun.
Hún var gift þegar þetta gerðist og á tvö börn með fyrrum manni sínum.
Hún slapp við fangelsi en var dæmd í fimm ára skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 5.000 dollara í sekt. Hún var einnig rekin úr starfi.