fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Skógarhöggsmenn drápu einn helsta baráttumanninn fyrir verndun Amazon – Brasilíska ríkisstjórnin er með blóði drifnar hendur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. nóvember 2019 07:59

Paulo Paulino Guajajara. Skjáskot/BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn réðust skógarhöggsmenn á hóp veiðimanna úr Guajajara-ættflokknum þegar þeir voru á veiðum í Arariboia verndarsvæðinu í Maranhao ríki í norðurhluta Brasilíu. Einn þeirra, Paulo Paulino Guajajara, var skotinn í höfuðið og lést hann af völdum áverka sinna. Annar var einnig skotinn en slapp lifandi frá árásinni.

Leiðtogi ættflokksins skýrði frá þessu á laugardaginn. Það voru skógarhöggsmenn, sem stunda skógarhögg í óleyfi, sem réðust á veiðimennina. Sífellt algengarar er að skógarhöggsmenn og námuvinnslumenn ráðist inn á verndarsvæði frumbyggja Brasilíu. Þetta hefur færst mjög í vöxt eftir að hægrimaðurinn Jair Bolsonaro tók við forsetaembættinu á síðasta ári. Hann hafði heitið því að opna verndarsvæðin fyrir skógarhöggi og námuvinnslu.

„Ríkisstjórn Bolsonaro hefur blóð frumbyggjanna á höndum sínum.“

Segir í yfirlýsingu sem Apib-samtökin sendu frá sér á laugardaginn. Þetta eru samtök frumbyggja en þeir eru um 900.000 í Brasilíu. Samtökin segja að aukning á ofbeldisverkum gegn frumbyggjum sé bein afleiðing af hatursræðu forsetans og hugmyndum hans um frumbyggja landsins.

Sonia Guajajara, leiðtogi Apib, segir að ríkisstjórn landsins sé að leggja niður fjölda ríkisstofnana sem eiga að vernda frumbyggja landsins og umhverfið. Með þessu eigi margir ættflokkar engan annan kost en að verja sig og verndarsvæði sín sjálfir fyrir ágangi utanaðkomandi.

„Það er kominn tími til að stöðva þetta stofnanavædda þjóðarmorð.“

Skrifaði hún á Twitter.

Paulo Paulino Guajajara var á þrítugsaldri og lætur son eftir sig. Hann barðist fyrir vernd Amazon og hafði verið í fararbroddi í þeirri baráttu og hafði margoft komið fram í fjölmiðlum til að ræða þessi mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?