fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Eplamyndin sem tekur netið með stormi – Af hverju vilja fuglarnir ekki borðað annað eplið?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 07:02

Umrædd epli. Mynd:Facebook / Mette Hofstedt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega skrifaði hinn danski Sonnich Brinch Morgenstern færslu á Facebook og birt með mynd af tveimur eplum. Annað er hálfétið en hitt er ósnert. Eplin hafði vinkona hans Mette Hofsted ætlað að  gleðja fugla og önnur dýr í garðinum sínum með. Hún setti epli af tegundinni Pink Lady út í garð. En eftir viku sá hún að ekki hafði verið litið við eplinu.

Í samtali við TV2 sagðist Mette hafa farið út og skoðað eplið en ekki séð neitt að því. Hún tók einnig fram að eplið hafi verið komið fram yfir síðasta söludag þegar hún keypti það. Nokkrum dögum síðar keypti hún epli hjá bónda sem ræktar lífræn epli.  Hún setti eitt út og um leið köstuðu fuglarnir sér á það og hámuðu í sig.

„Þetta er mikið umhugsunarefni.“

Skrifaði Sonnick í færslu sinni en færslan hefur vakið mikla athygli. Þar veltir hann því upp hvort það geti verið að fuglar og önnur dýr láti Pink Lady eplið eiga sig því það hefur verið sprautað með skordýraeitrið og meðhöndlað á ýmsan annan hátt á meðan hitt eplið hefur ekki fengið neina meðhöndlun.

Morten D.D. Hansen, líffræðingur, sagði erfitt að segja til um af hverju fuglarnir hafa ekki étið meðhöndlaða eplið, ekki hafi enn verið sýnt fram á hvað fuglar vilja éta eða ekki éta. Hann játaði að hafa sjálfur upplifað þetta sama. Sum epli hafi legið ósnert í garðinum hjá honum mánuðum saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri