fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Pressan

Mistök á mistök ofan – Líkið var ekki fjarlægt úr íbúðinni fyrr en eftir tíu daga

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega lést 65 ára karlmaður á heimili sínu í Kolding á Jótlandi í Danmörku. 10 dagar liðu þar til lík hans var flutt úr íbúðinni. Hér virðist röð mistaka og misskilnings hafa valdið því að enginn taldi sig eiga að koma líkinu í líkhúsið og vísar hver aðilinn á annan þegar spurt er út í málið.

JydskeVestkysten skýrir frá þessu. Það var starfsmaður heimahlynningar, einkafyrirtækisins Kære Pleje, sem fann manninn látinn. Lögreglan var kölluð á vettvang eins og venja er þegar fólk andast utan sjúkrahúss. Lögreglan staðfesti strax að ekkert saknæmt hefði átt sér stað og lauk þar með afskiptum hennar af málinu.

En líkið var ekki fjarlægt úr íbúðinni og vilja hvorki Kære Pleje né lögreglan taka á sig ábyrgð vegna þess. Talsmaður lögreglunnar segir að samskiptavandamál virðist hafa átt sér stað en talsmaður Kære Pleje segir að fyrirtækið hafi fylgt öllum starfsreglum í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 3 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá