fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

Óhugnanlegt nauðgunarmál vekur óhug Dana – Kennari nauðgaði 13 ára nemanda sínum ítrekað og hótaði að myrða fjölskyldu hennar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. nóvember 2019 22:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn hófust réttarhöld í undirrétti í Næstved í Danmörku. 32 ára grunnskólakennari er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað, brotið kynferðisleg á annan hátt og haft í hótunum við nemanda sinn, stúlku, á árunum 2017 og 2018 þegar hún var 13 og 14 ára.

Í frétt Danska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að hinn ákærði hafi ítrekað káfað á stúlkunni í tengslum við íþróttakennslu og nauðgað henni. Saksóknari krefst þess að hann verði sakfelldur fyrir nauðgun og annað kynferðisofbeldi. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa þuklað á þremur öðrum stúlkum.

Saksóknari krefst þess að sérstöku ákvæði hegningarlaganna verði beitt við ákvörðun refsingar mannsins en þetta ákvæði nær yfir sérstaklega hættulegar nauðganir og getur allt að 12 ára fangelsi legið við brotum á því. Maðurinn neitar sök.

Samkvæmt ákæruskjalinu hótaði maðurinn stúlkunni að hann myndi myrða fjölskyldu hennar ef hún gerði ekki það sem hann bæði hana um. Hann sagði stúlkunni að hann væri fyrrverandi hermaður og meðlimur í leynilegum samtöku fyrrum hermanna sem myndu sjá um að myrða fjölskyldu hennar og hana sjálfa ef hún skýrði frá ofbeldinu. Danska ríkisútvarpið segir að maðurinn sé fyrrum hermaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest