fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Hve skelfilegt er þetta viðtal? Viðtal við Andrew Bretaprins sagt vera álíka slæm kynning og kjarnorkusprenging

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Bretaprins tjáði sig í löngu viðtali við BBC um kynni sín af níðingnum Jeffrey Epstein og ásakanir á hendur honum um að hann hafi haft mök við ungar stúlkur sem Epstein gerði út í vændi. Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum fyrir skömmu en hann átti yfir höfði sér margar ákærur fyrir mansal og kynferðisbrot.

Í viðtalinu segir Andrew að kynni sín af Epstein hafi verið miklu minni en umfjöllun fjölmiðla gefi til kynna. Þá segist hann hafa hitt Epstein til að binda endi á samband þeirra í kjölfar þess að Epstein var ákærður fyrir kynferðisbrot. Var tekin ljósmynd af þeim saman við það tækifæri og sú mynd hefur birst í fjölmiðlum. Andrew viðurkennir hins vegar í viðtalinu að hann hafi þegið kvöldverðarboð hjá Epstein eftir þennan fund.

Andrew neitar því þráfaldlega í viðtalinu að hafa haft mök við Virginiu Giuffre en hún hefur haldið því fram í fjölmiðlum. Segist Andrew hafa farið með dóttur sinni á pitsastað kvöldið sem Virginia segist hafa haft mök við hann. Er hún ein þeirra stúlkna sem talið er að  Epstein hafi hneppt í kynlífsþrældóm.

Breskir fjölmiðlar eru flestir á því að viðtalið hafi komið mjög illa út fyrir Andrew. Segja sumir að það sé álíka slæmt og kjarnorkusprenging.

Lesendur geta dæmt sjálfir um hversu vel prinsinn kemur út þarna en viðtalið er í spilaranum hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Í gær

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Í gær

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki