fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Pressan

„Tortímandinn“ dæmdur í 30 ára fangelsi – Fjöldamorð og kynlífsþrælkun

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. nóvember 2019 22:00

Bosco Ntaganda. Skjáskot/Euronews

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bosco Ntaganda brosir yfirleitt breitt til fólks segja þeir sem hafa hitt hann. En á bak við brosið leynist hrottafenginn stríðsherra sem hefur fengið viðurnefnið „Tortímandinn“ (Terminator). Hann er 46 ára fyrrum leiðtogi uppreisnarmanna og herforingi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Hann hefur morð, nauðganir, kynlífsþrælkun og árásir á óbreytta borgara á samviskunni.

BBC skýrir frá þessu. Í síðustu viku dæmdi Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag hann í 30 ára fangelsi fyrir brot hans. Aldrei áður hefur dómstóllinn kveðið upp svo þungan dóm. Bosco var í sumar fundinn sekur um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Brot sín framdi hann á árunum 2002 og 2003 í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. Eitt vitnanna, sem kom fyrir dóminn, var barn að aldri þegar hann barðist með Bosco. Hann sagði að Bosco væri manngerð sem „ætti ekki erfitt með að drepa“.

Í Ituri, sem er eitt auðugasta svæði Afríku af náttúruauðlindum, barðist her Bosco gegn öðrum álíka uppreisnar- og glæpahópum. Mörg hundruð óbreyttir borgarar féllu og mörg þúsund hröktust frá heimilum sínum.

Bosco var fundinn sekur um að hafa myrt kaþólskan prest til að veita hermönnum sínum ákveðið fordæmi. Konur í liði hans sættu reglubundnum nauðgunum og börnum niður í níu ára aldur var nauðgað af hermönnum Bosco. Eitt sinn myrtu Bosco og liðsmenn hans 49 manns á akri en fólkið var drepið með kylfum, hnífum og sveðjum. Þetta voru karlar, konur, börn og kornabörn.

Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur honum 2006. Þremur árum síðar var hann gerður að foringja í her Lýðstjórnarlýðveldisins. Hann gaf sig fram 2013 við Alþjóðaglæpadómstólinn því hann óttaðist um líf sitt vegna innbyrðis átaka í heimalandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Í gær

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi