fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Aðdáandi stefnir Madonnu – Ósáttur við stundvísi hennar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. nóvember 2019 21:00

Madonna á sviði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er eitt sem þið þurfið öll að skilja. Það er að drottning kemur aldrei of seint.“ Þetta sagði söngkonan Madonna á tónleikum í Las Vegas um síðustu helgi. Tónleikagestir fögnuðu þessum orðum hennar með lófataki.

En þrátt fyrir þessi orð sín hefur Madonna ákveðið að flytja tónleika sína í Miami þann 17. desember næstkomandi frá klukkan 20.30 til 22.30. CNN skýrir frá þessu. Þetta fellur ekki í góðan jarðveg hjá Nate Hollander, aðdáanda hennar, sem var búinn að kaupa sér miða á tónleikana. Hann vill ekki fara á tónleika sem byrja svona seint, miklu seinna en gengið var út frá þegar hann keypti miðana.

Hann hefur því stefnt Madonnu og Live Nation, sem skipuleggur tónleikana, og segir að það sé samningsbrot milli Madonnu og þeirra sem hafa keypt miða á tónleikana að breyta upphafstíma þeirra. Hann krefst bóta frá þeim.

Hann keypti þrjá miða og greiddi fyrir þá sem svarar til um 120.000 íslenskra króna. En þrátt fyrir að honum finnist tónleikarnir eiga að byrja alltof seint hefur hann ekki getað fengið miðana endurgreidda.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðinni Madame X Tour sem byggir á nýjustu plötu Madonnu sem ber einmitt nafnið Madame X.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jökull Andrésson í FH
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“