fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Aðalleikkona í hryllingsmynd grunuð um morð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. nóvember 2019 22:00

Aisling Tucker Moore-Reed Mynd:Jackson County Sheriff's Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er auðvitað stærsta verkefni hvers leikara að leika hlutverk sitt svo sannfærandi að áhorfendur heillist af framgöngunni. En bandaríska leikkonan Aisling Tucker, 30 ára, hefur kannski gengið aðeins of langt eftir að hafa leikið í hryllingsmyndinni „From the Dark“ sem er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári.

Aðeins degi eftir að tökum á myndinni lauk var hún handtekin grunuð um að hafa skotið frænda sinn, hinn 63 ára Shane More, til bana. Morðið átti sér stað 2016 að sögn Mail Tribune. Í kjölfarið var Tucker handtekin. Hún hélt því fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða og var látin laus gegn tryggingu.

Skömmu síðar hófust tökur á fyrrnefndri hryllingsmynd. Á þeim fimm mánuðum sem tökur hennar stóðu yfir vann lögreglan að rannsókn morðsins. Hún fann upptöku í farsíma sem sýnir Tucker skjóta frænda sinn aðeins 10 sekúndum eftir að hann kom heim til ömmu hennar í Oregon en þar stóðu heitar fjölskyldudeilur yfir. Á upptökunni heyrist Tucker öskra og bölva þegar hún áttar sig á að frændinn lést ekki strax af áverkum sínum.

Það var næstum eins og hún væri fúl yfir að hann væri ekki dáinn. Í mínum augum var þetta afgerandi sönnun.“

Sagði Lisa Greif dómari í Jackson County samkvæmt frétt Oregon Live.

Í kjölfar þess að myndbandið fannst fór rannsóknin í nýjan farveg þar sem Tucker er grunuð um morð að yfirlögðu ráði. Hún situr í gæsluvarðhaldi án möguleika á að vera látin laus gegn tryggingu. Mál hennar verður tekið fyrir dóm í desember.

Málið er í sjálfu sér nægilega skelfilegt eitt og sér en það bætir ekki úr skák að í myndinni leikur Tucker konu sem skýtur manneskju til bana. Framleiðendur myndarinnar hafa beðist afsökunar á þessu óheppilega vali á aðalleikkonu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Í gær

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru