fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Pressan

60 nýir dollaramilljarðamæringar – Bandaríski draumurinn lifir góðu lífi í Kína

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 07:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að bandaríski draumurinn lifi góðu lífi í Kína. Þar fjölgar milljónamæringunum stöðugt og milljarðamæringum einnig. Á nýjum lista yfir 400 ríkustu Kínverjana eru 60 ný nöfn. Það er einnig athyglisvert að 59 þeirra hafa byggt auð sinn upp frá grunni, eru frumkvöðlar.

Það var Forbes sem tók listann saman. Hann sýnir að það er enn hægt að efnast vel í Kína þótt fólk verði að byrja á núlli. Á sama tíma er orðið miklu erfiðara fyrir Bandaríkjamenn að brjótast úr fátækt til auðlegðar.

Listi Forbes er einnig áhugaverður fyrir þær sakir að til að vera tekinn inn á hann þarf fólk að eiga einn milljarð dollara en áður var miðað við 840 milljónir dollara. Sjö af nýju milljarðamæringunum hafa efnast vel á að selja löndum sínum menntun. Þeirra á meðal er Li Yongxin, 43 ára, en hann á rúmlega 9 milljarða dollara og er í 22. sæti listans. Hann auðgaðist vel þegar fyrirtæki hans, Offcn Educations Technology, var skráð á hlutabréfamarkað. Fyrirtækið sér um kennslu fyrir um 2,3 milljónir Kínverja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta vitum við um manninn sem framdi voðaverkið í Michigan í gær

Þetta vitum við um manninn sem framdi voðaverkið í Michigan í gær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 1 viku

Slæmar fréttir fyrir Trump og baráttu hans fyrir friðarverðlaunum Nóbels – „Við kunnum ekki að meta það“

Slæmar fréttir fyrir Trump og baráttu hans fyrir friðarverðlaunum Nóbels – „Við kunnum ekki að meta það“
Pressan
Fyrir 1 viku

Systur sem lögðu minningarstað um Charlie Kirk í rúst leita til almennings um hjálp við að borga reikninginn

Systur sem lögðu minningarstað um Charlie Kirk í rúst leita til almennings um hjálp við að borga reikninginn