fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Óvæntar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth Hagen – Lögreglan er með farsíma hennar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. nóvember 2019 06:00

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er ekki vitað hvað varð um Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló í lok október á síðasta ári. Í fyrstu var talið að henni hefði verið rænt enda var sett fram krafa um lausnargjald. Lögreglan telur þó núna að Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Rannsókn lögreglunnar stendur enn yfir og sífellt berast nýjar upplýsingar um gang hennar.

TV2 segir að lögreglan hafi ákveðið að hafa kveikt á farsíma Anne-Elisabeth eftir að tilkynnt var um hvarf hennar. Þessu var haldið leyndu eins og flestu því sem varðar rannsóknina. TV2 hefur rætt við fólk sem hringdi í Anne-Elisabeth eftir að hún hvarf en enginn svaraði. En hringingarnar vöktu athygli lögreglunnar sem yfirheyrði þá sem hringdi. Allt fór þetta mjög leynt eins og flest annað tengt málinu.

Síðast er vitað um Anne-Elisbeth á lífi að morgni 31. október á síðasta ári en klukkan 09.14 ræddi hún við ættingja í síma. Þegar eiginmaður hennar, Tom Hagen, kom heim frá vinnu klukkan 13 var hún horfin. Hjónin eru milljarðamæringar. Á heimilinu fann Tom miða með kröfu um greiðslu lausnargjalds. Lögreglan telur nú hugsanlegt að aldrei hafi staðið til að fá lausnargjaldið greitt heldur hafi sú krafa verið sett fram til að villa um fyrir lögreglunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi