fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Pressan

Mannskæða flugvélin snýr aftur – 346 manns sem ferðuðust með vélinni hafa látist

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 9. október 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allar Boeing 737 Max flugvélarnar voru kyrrsettar eftir að tvær vélar af þeirri tegund brotlentu með stuttu millibili með þeim afleiðingum að 346 manns létust.

Nú stendur hins vegar til að láta vélina leggja land undir fót á ný. Boeing 737 Max flugvélarnar munu líklegast vera komnar aftur í loftið í janúar næstkomandi. American Airlines tilkynntu það á miðvikudaginn að hugbúnaðaruppfærslulausnir fyrir flugvélina ættu að vera samþykktar í lok árs og þá ættu vélarnar að geta hafið flug á ný. Það er ABC News sem greinir frá þessu.

Samkvæmt CNBC þá ætti engin Boeing 737 Max vél að fljúga yfir Bandaríkin fyrr en þann 16. janúar árið 2020. Þrátt fyrir það greinir Reuters frá því að United Airlines hafi bara kyrrsett vélarnar fram að 19. desember á þessu ári en Southwest Airlines kyrrsettu vélarnar fram að 5. janúar árið 2020.

Eftirlitsmenn frá flugmálastjórn Bandaríkjanna eiga þó eftir að tilkynna um það hvenær bandarískum flugfélögum verður leyft að fljúga Boeing 737 Max vélunum aftur. Þó svo að málið virðist vera við það að leysast í Bandaríkjunum þá eru eftirlitsmenn í öðrum löndum ekki jafn sannfærðir um ágæti vélarinnar svo ekki er víst hvort vélin muni fljúga aftur um allan heiminn í bráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi