fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Daginn fyrir brúðkaupið birtist þessi mynd af unnustanum í fjölmiðlum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 7. október 2019 14:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pör sem láta pússa sig saman vita sem er að það er ekki ókeypis. Heath Bumpous, ungur maður í Texas í Bandaríkjunum, komst að þessu á dögunum. Hann greip til örþrifaráða þegar hann sá að allt stefndi í að hann gæti ekki keypt giftingarhring fyrir verðandi eiginkonu sína.

Það var á föstudag að Heath gekk inn í bankaútibú í Groveton í Texas. Hann sagði gjaldkera að hann væri vopnaður áður en hann krafðist þess að fá peninga afhenta.

„Í raun sagði hann það berum orðum að hann væri að fara gifta sig daginn eftir. Þá sagði hann að hann ætti ekki nægan pening fyrir hringnum sem hann vildi kaupa og salnum þar sem veislan átti að fara fram,“ segir Woody Wallace, lögreglustjóri í Groveton, við ABC News.

Ekki leið á löngu þar til mynd úr öryggismyndavél bankans rataði á Facebook-síðu lögreglunnar og á síður fréttamiðla. Þar mátti sjá býsna skýra mynd af Heath. Myndbirtingin fór ekki fram hjá verðandi eiginkonu hans sem var vægast sagt mjög undrandi, að sögn lögreglu.

„Hún hafði samband við hann og spurði hvort hann hefði verið að ræna banka og sannfærði hann um að hún vissi að þetta væri hann á myndinni. Myndin var komin út á allt á Facebook og hún sagði honum að hann þyrfti að gefa sig fram,“ segir Wallace og bætir við að Heath hafi verið handtekinn skömmu síðar.

Lögreglu tókst að endurheimta nær alla peningana sem Heath hafði upp úr krafsinu í ráninu. Hann verður ákærður fyrir bankarán og segir lögregla að málið verði sótt af fullum þunga. Heath gæti átt þungan dóm yfir höfði sér. Engum sögum fer af því hvort brúðkaupið sé enn á dagskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“