fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Hvað var fréttamaðurinn að gera? Rekinn umsvifalaust úr starfi

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 23. október 2019 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsfréttamaður í Sacramento í Kaliforníu hefur verið rekinn úr starfi fyrir vægast sagt óboðlega hegðun á bílasýningu í borginni á dögunum.

Þeir sem eiga gamla og fágæta bíla gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að þeir rispist eða dældist en umræddur sjónvarpsfréttamaður var lítið að spá í það eins og sést á meðfylgjandi myndbandi sem vakið hefur talsverða athygli.

Angel Cardenas var staddur á Sacramento International Auto Show þar sem gamlar glæsikerrur í bland við nýja bíla voru sýndir. Angel var þarna á vegum KDAX-sjónvarpsstöðvarinnar í Sacramento og fékk hann að kíkja á bílaflotann áður en sýningin var formlega opnuð.

Í innslagi sínu stökk Angel meðal annars upp á skottið á gulum Thunderbird en slíkt er að sjálfsögðu stranglega bannað, jafnvel dauðasynd í augum allra hörðustu bílaáhugamanna. Þá rak hann hurðina á öðrum gömlum bíl utan í hurðina á öðrum Thunderbird. Hann endaði svo innslagið á að stökkva upp á splunkunýjan Ford-jeppa.

Forráðamenn bílasýningarinnar kvörtuðu undan hegðun Angel á sýningunni og fengu þeir þau svör að hann hefði verið rekinn umsvifalaust úr starfi. Stacey Castle Bascom, framvæmdastjóri sýningarinnar, segir að sem betur fer hafi enginn bílanna skemmst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Í gær

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru