fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Fimm mýtur um loftslagsmál og vísindi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. október 2019 07:00

Áhrifa loftslagsbreytinganan gætir víða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í grein sem birtist á Forskerzonen fer breski vísindamaðurinn  Mark Maslin, sem starfar við Earth System Science hjá University College of London, yfir fimm mýtur um loftslagsmálin og hnattræna hlýnun og leiðréttir þær.

Fyrsta mýtan snýst um að loftslagsbreytingarnar séu bara hluti af eðlilegri hringrás náttúrunnar. Maslin segir að svo sé ekki. Rannsóknir á steingervingum bendi til að breytingarnar á loftslaginu á síðustu 150 árum séu óvenjulegar og ekki náttúrulegar. Efasemdamenn um loftslagsbreytingar nefna oft til sögunnar kuldatímabil, þekkt sem litla ísöld, til að færa rök fyrir að jörðin sé bara að jafna sig eftir kuldatímabil.  Maslin segir að vandinn sé bara að þessi „litla ísöld“ og hitakaflinn á miðöldum hafi ekki verið hnattrænir atburðir sem hafi átt sér stað um alla jörðina á sama tíma. Þetta hafi aðeins verið staðbundnar sveiflur, þar á meðal í norðvestanverðri Evrópu, austurhluta Ameríku, Grænlandi og á Íslandi.

Önnur mýta sem hann skrifar um er sú sem segir að ef loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað sé það af völdum sólbletta. Rétt er að sólblettir eru nægilega öflugir til að geta breytt loftslaginu á jörðinni. Með aðstoð gervihnatta geta vísindamenn séð að magn sólarorku, sem hefur lent á jörðinni frá 1978, hefur ekki aukist. Af þeim sökum geta sólblettir ekki átt hlut að máli varðandi loftslagsbreytingar segir Maslin.

Þriðja mýtan sem hann fjallar um snýst um að óháð öllu öðru þá geti CO2 ekki hafa svo mikil áhrif á loftslagið eins og haldið er fram. Maslin segir að vísindamenn hafi margoft sýnt fram á að CO2 sé slæm gróðurhúsalofttegund. Fyrsta vísindatilraunin sem sýndi fram á þetta var gerð 1856. Þessi tilraun hefur síðan verið endurtekin margoft og niðurstöðurnar eru alltaf þær sömu, CO2 er gróðurhúsalofttegund.

Fjórða mýtan snýst um að vísindamenn eru sagðir falsa tölur því raunverulegar tölur sýni ekki að jörðin sé að hitna. Þetta er ekki rétt segir Maslin. Ef fólk telji að svo margir vísindamenn svindli með tölur sé um að ræða samsæri mörg þúsund vísindamanna í rúmlega 100 löndum.

Fimmta og síðasta mýtan segir að loftslagsreiknilíkön séu svo léleg að ekki sé hægt að treysta þeim. Maslin segir að reiknilíkönin séu mjög ólík og ekki sé hægt að álíta þau 100 prósent rétt en þau séu búin til og þróuð óháð hvert öðru. Þetta geri að verkum að niðurstöður þeirra séu enn traustari því þau sýni öll sömu niðurstöðurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Marko fékk þungan dóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nýsjálendingur sakaður um að hafa stolið verðmætu Fabergé-hálsmeni með óvenjulegum hætti

Nýsjálendingur sakaður um að hafa stolið verðmætu Fabergé-hálsmeni með óvenjulegum hætti
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sökudólgurinn fannst áfengisdauður inni á klósetti

Sökudólgurinn fannst áfengisdauður inni á klósetti