fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Pressan

Töldu að tasmaníutígurinn hefði dáið út árið 1936 – Síðan þá hefur hann sést átta sinnum

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 16. október 2019 19:30

Svona litu þeir út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn velta nú fyrir sér hvort möguleiki sé á að tasmaníutígurinn, sem talinn er hafa dáið út árið 1936, sé enn til. Þessi tignarlega skepna hélt til á meginlandi Ástralíu, Papúa Nýju-Gíneu og á Tasmaníu sem að lokum voru einu þekktu heimkynni hans.

Ofveiði varð til þess að mjög fækkaði í stofni tasmaníutígursins, en dýrin áttu það til að ráðast á búfénað. Yfirvöld brugðu á það ráð að borga fyrir hvert veitt dýr sem leiddi til ofveiði með fyrrgreindum afleiðingum.

En samkvæmt nýbirtum gögnum ástralskra yfirvalda hefur dýrið sést að minnsta kosti átta sinnum eftir þetta, nú síðast fyrir aðeins tveimur mánuðum.

Þá var tilkynnt um tasmaníutígurinn í febrúar síðastliðnum. Áströlsk hjón sáu þá skepnu ganga yfir veg í Tasmaníu og sögðust þau hafa séð skepnuna mjög greinilega í 10-15 sekúndur. Kváðust þau sannfærð að um tasmaníutígur væri að ræða, ekkert annað kæmi til greina. Þá eru rakin önnur nýleg dæmi, til dæmis eitt frá 2017.

Hvort um einhver önnur dýr en tasmaníutígur hafi verið að ræða skal ósagt látið. Tasmaníutígurinn minnti um margt á stórt kattardýr, ref eða jafnvel úlf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 5 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifrildi hjóna endaði með ósköpum – Hellti olíu yfir manninn meðan hann svaf

Rifrildi hjóna endaði með ósköpum – Hellti olíu yfir manninn meðan hann svaf