fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Fjaðrafok út af grófu gríni kennara – Hótaði að senda tíu ára gömul börn í gasklefa

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 16. október 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kennari við Newberries-grunnskólann í Hertforshire í Bretlandi hefur verið rekinn eftir að hann „grínaðist“ um það við nemendur sem aðhyllast gyðingatrú að hann myndi „senda þá í gasklefann“ ef þeir kláruðu ekki verkefnin sín. Daily Mail segir frá.

Kennarinn á að hafa látið þetta út úr sér á fimmtudag þegar hann kenndi tíu ára börnum. 28 voru í bekknum og voru ellefu af þeim gyðingar. Að sögn foreldra sagði kennarinn orðrétt:

„Það er best fyrir ykkur að vera fljót að læra því annars sendi ég ykkur í gasklefann.“

Þegar að einn nemandi gekk á kennarann með að þessi athugasemd væri óviðeigandi þá sagðist hann vera að grínast og baðst afsökunar. Kennarinn bað börnin einnig um að þaga yfir þessu. Nemendurnir sögðu hins vegar foreldrum sínum frá og fóru fréttirnar eins og eldur í sinu um skólann með þeim afleiðingum að kennarinn var rekinn á föstudag. Gengu sumir foreldrar það langt að hóta að kippa börnum sínum úr skólanum ef kennarinn yrði ekki látinn fara.

Neyðarfundur var haldinn meðal skólastjórnenda á fimmtudagskvöld. Hægt var að segja kennaranum upp svo skyndilega þar sem hann var verktaki og ekki samningsbundinn.

Skólinn er í Radlett og ganga 203 nemendur í skólann á aldrinum fjögurra til ellefu ára. Átta þúsund manns búa í Radlett og er fjórðungur íbúa gyðingar.

Eftir að kennarinn var látinn fara gaf skólinn út fréttabréf til að róa foreldra. Var ítrekað í fréttabréfinu að skólinn fagni fjölbreytileikanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Í gær

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér