fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. október 2019 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. ágúst 1951 rann fyrsta eintakið af Toyota Land Cruiser af færibandi Toyotaverksmiðjunnar. Þetta reyndist vera upphafið að því sem margir segja best heppnaða bíl Toyota frá upphafi. Bílarnir hafa selst vel á þeim 68 árum sem eru liðin frá því að sá fyrsti rann af færibandinu. Þann 31. ágúst á þessu ári náðist sögulegur áfangi en þá var búið að framleiða 10 milljónir eintaka af þessari tegund.

Flestir hafa eflaust séð Land Cruiser á götum hér á landi en þeir sjást einnig oft í sjónvarpinu því bílarnir eru til dæmis notaðir af Sameinuðu þjóðunum og Rauða krossinum. Sérsveitir lögreglu nota þá oft og þeir eru notaðir í eyðimörkum og til ferðalaga á heimskautunum.

Það má því kannski segja að Land Cruiser sé orðinn einhverskonar goðsögn í bílaheiminum.

Bíllinn hefur að vonum breyst í gegnum tíðina og verið aðlagaður kröfum nýrra kynslóða en án þess að dregið hafi verið úr aksturseiginleikum hans og nytsemi við margvíslegar aðstæður.

Í upphafi voru aðeins 100 bílar fluttir frá Japan árlega en 1965 var fjöldinn kominn yfir 10.000 á ári. Í dag eru Land Cruiser bílar seldir í 170 löndum og seljast um 400.000 bílar árlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“