fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Gjörbylting í langflugi – Aðeins fjórar klukkustundir frá Bretlandi til Ástralíu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. október 2019 16:20

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það heldur eflaust aftur af mörgum að heimsækja fjarlæg lönd að það tekur ansi langan tíma að komast þangað. 20 klukkustunda flugferðir eru ekki spennandi og það er heldur ekki spennandi að þurfa að millilenda og jafnvel bíða klukkustundum saman á flugvöllum. En nú styttist hugsanlega í að hægt verði að stytta ferðatíma heimsálfa á milli mikið, mjög mikið.

Nú tekur um 20 klukkustundir að fljúga frá Evrópu til Ástralíu og er tíminn sem fer í millilendingar ekki talinn með. En eftir aðeins 11 ár verður hugsanlega hægt að fljúga frá Bretlandi til Ástralíu á aðeins fjórum klukkustundum.

Samkvæmt frétt CNN tilkynnti breska geimferðastofnunin í síðustu viku að hún ætli að starfa með áströlsku geimferðastofnuninni að verkefni sem nefnist „heimsins fyrsta geimbrú“.

Í Oxfordskíri á Englandi er fyrirtækið Reaction Engines til húsa. Þar hefur verið þróaður nýr eldflaugahreyfill, Sabre, sem er grunnstoðin í fyrrnefndu samstarfi. Í apríl tilkynnti Reaction Engines að tilraunir sýndu að hreyfillinn gæti náð rúmlega 4.000 km/klst en það er rúmlega þrefaldur hljóðhraði.

En þegar flogið er svona hratt hitnar hreyfillinn mjög mikið og því skiptir miklu máli að geta kælt hann og það er verkefnið sem framundan er. Reiknað er með að hreyflar þessarar tegundar verði tilbúnir til notkunar 2030.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni