fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Pressan

Tesla og Elon Musk í slæmum málum – Brutu bandaríska vinnulöggjöf

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. október 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómari í San Francisco kvað á föstudaginn upp dóm um að Tesla og forstjóri fyrirtækisins, Elon Musk, hefðu brotið bandaríska vinnulöggjöf með því að beita sér gegn starfi verkalýðsfélaga. Musk var meðal annars sagður hafa beitt sér gegn því að starfsfólk Tesla væri í stéttarfélögum.

The Washington Post skýrir frá þessu. Fram kemur að meðal þeirra gagna sem voru lögð fyrir dóm hafi verið Twitterfærsla Musk frá 2018. Þá skrifaði hann að ekkert hindraði starfsfólkið í að skrá sig í stéttarfélög en að þær aðstæður og kjör sem boðið væri upp á hjá fyrirtækinu væru nú þegar betri en stéttarfélög gætu tryggt.

Í færslunni spurði hann af hverju starfsfólkið ætti að vera að greiða gjald til stéttarfélagsins og fórna möguleikum sínum á að eignast hlutabréf í fyrirtækinu. Hann benti einnig á að öryggismál væru tvisvar sinnum betri en þegar starfsfólkið var í samtökum verkamanna í bílaiðnaði og auk þess fengju allir starfsmenn framlög til sjúkratrygginga.

Tesla var einnig sakfellt fyrir að hafa refsað starfsfólki ef það reyndi að mynda stéttarfélag. Fyrirtækinu er gert að bjóða brottreknum starfsmanni starf á nýjan leik. Reiknað er með að Tesla áfrýi dómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 1 viku

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?