fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Hér eru mestu líkurnar á að flugvélar lendi í ókyrrð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 07:04

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir finna eflaust fyrir smá óþægingum í maganum og stressast jafnvel upp þegar þeir eru í flugvél sem lendir í ókyrrð og fer að hristast. Þetta er auðvitað sérstaklega slæm upplifun fyrir þá sem þjást af flughræðslu eða lofthræðslu. En það sem margir vita eflaust ekki er að flugmenn gera sitt besta til að forðast að fljúga í ókyrrð og það tekst yfirleitt. En sumir staðir eru verri en aðrir með tilliti til ókyrrðar í lofti.

Stuart Clarke, flugmaður og öryggisráðgjafi hjá samtökum breskra flugmanna, ræddi þetta nýlega í samtali við Sun Online Travel. Hann sagði að miðbaugur sé versta svæðið hvað varðar ókyrrð í lofti og þar sé óþægilegast að fljúga. Þar er mikið af stórum þrumuveðursskýjum en þau valda einmitt ókyrrð í lofti. Við miðbaug er veðurkerfi sem hreyfist í norður og suður eftir árstíma og af þeim sökum streymir mikið af kulda og hita úr suðri og norðri.

„Ég flaug oft frá Heathrow til Suður-Afríku og þar af leiðandi yfir Afríku. Þegar ég kom að miðbaugssvæðinu mætti mér alltaf þrumuveður.“

Hann sagði einnig að áfangastaðir þar sem reikna megi með ókyrrð af völdum þrumuveðurs séu Singapore, Miami, Cancun, Bangkok, Jóhannesarborg, Hong Kong og Mumbai.

En það eru ekki aðeins þrumuveður sem valda ókyrrð í loftið. Yfir Atlantshafi blása háloftavindar frá vestri í austur. Af þeim sökum getur flugferð til Bandaríkjanna verið óþægileg upplifun fyrir flughrædda.

„Það er oft óþægilegt flug á milli Bandaríkjanna og Englands, sérstaklega á veturna. Flugmenn gera allt sem þeir geta til að forðast ókyrrð í lofti því hún er þreytandi fyrir farþega og áhöfn. Til að forðast hana reyna þeir að fljúga fyrir neðan eða ofan ókyrrðina. Það er mjög algengt og þess vegna er flugið oft þægilegt. En í raun eru það háloftastraumar og staðsetning þeirra sem ráða þessu.“

Meðal annarra staða þar sem ókyrrðar gætir oft er yfir Ölpunum, Andesfjöllunum og Klettafjöllum. Vinstrengir skella á þessum fjallgörðum og valda ókyrrð í loftinu í kringum þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 5 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat