fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Ættingjar héldu Alzheimerssjúklingi til að læknir gæti sprautað banvænu efni í hana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. september 2019 07:58

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var hollenskur læknir, kona sem nú er á eftirlaunum, sýknuð fyrir dómi í máli sem hefur vakið mikla athygli. Það snerist um að árið 2016 sprautaði hún banvænu efni í 74 ára konu, Alzheimerssjúkling, á meðan ættingjar hennar héldu henni en konan barðist á móti.

Sjúklingurinn fékk fyrst, án þess að fá vitneskju um það, róandi lyf í kaffið sitt og síðan fékk hún sprautuna banvænu. Þrátt fyrir að hafa fengið róandi lyf barðist konan á móti því að fá sprautuna og urðu ættingjar hennar að halda henni á meðan hún var sprautuð. Þetta var fyrsta málið sinnar tegundar í Hollandi síðan lög um dánaraðstoð tóku gildi þar 2002.

Fjórum árum áður var konan greind með Alzheimers og í kjölfarið skrifaði hún undir að hún vildi fá aðstoð við að deyja ef ástand hennar yrði þannig að hún yrði að flytja á stofnun fyrir Alzheimerssjúklinga.

Konan endaði einmitt á þannig stofnun og því gaf læknirinn henni banvænt efni eftir samtöl við ættingja hennar.

Fyrir dómi var tekist á um hvort læknirinn hefði átt að ráðfæra sig frekar við konuna um ósk hennar um að deyja. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að allar þær kröfur sem eru gerðar þegar fólki er veitt aðstoð við að deyja hafi verið uppfylltar í þessu máli.

Dóttir hinnar látnu sagði í yfirlýsingu eftir að dómur var kveðinn upp að hún fagni niðurstöðunni því læknirinn hafi losað móður hennar úr því andlega fangelsi sem sjúkdómur hennar var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni