fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Vinsælir áhrifavaldar í mótvindi – Sakaðar um að notfæra sér heimilislausan mann fyrir eigin hagsmuni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. september 2019 07:00

Adelya og Alina Fatkheev. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adelya og Alina Fatkheev eru 24 ára rússneskar tvíburasystur. Þær eru þekktir áhrifavaldar í heimalandi sínu. Nú blása allir vindar á móti þeim í kjölfar myndbands sem þær birtu á Instagramsíðu sinni.

Á upptökunni sjást þær gefa heimilislausum manni, í hjólastól, sushi að borða. Myndbandið átti að sýna samkennd þeirra með öðrum en hefur farið þveröfugt í fólk.

Í myndbandinu sjást systurnar ganga niður götu þar sem þær sjá heimililausan mann, þær líta á hvor aðra og segja:

„Vesalings maðurinn, það er örugglega langt síðan hann hefur borðað.“

Þetta kemur fram í umfjöllun The Sun sem lét þýða myndbandið. Fram kemur að systurnar séu sakaðar um að vera með óhreint mjöl í pokahorninu og hafa margir sagt myndbandið vera „ósmekklegt“. Það var birt á mjög hentugum tíma og margt í því bendir til að allt hafi þetta verið sviðsett.

Heimilislausi maðurinn kemur til stúlknanna um leið og systurnar kalla á hann og myndbandið var birt á sama tíma og herferð sem snýst um að sýna samkennd með öðrum var í fullum gangi. Hluti af herferðinni var að fólk gat unnið til verðlauna á borð við iPhone XR, Playstation 4 og aðra dýra hluti. Læðist því sá grunur að mörgum að systurnar hafi viljað komast yfir vinninga með myndbandinu.

En þetta er ekki í fyrsta sinn sem systurnar komast í kastljós fjölmiðla því fyrir tveimur árum sögðust þær leita að ríkum manni til að búa með. Þær myndu deila honum á milli sín og að þær „gerðu allt saman“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EM: Noregur vann Sviss
Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld