fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Sprengdi húsið sitt og sjálfan sig með – „Dóttir hans var að gifta sig í dag og hann átti að vera í brúðkaupinu.“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 15. september 2019 19:30

Mynd tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður í Pittsburgh sprengdi upp húsið sitt og sjálfan sig með, dóttir hans var að gifta sig á meðan.

Nágrannar mannsins segjast hafa séð manninn, sem ekki er búið að nafngreina, fyrir utan húsið sitt skömmu áður en það sprakk. Yfirvöld á svæðinu sögðust hafa fundið hann í grjótmulningnum eftir sprengjuna. Það er Pittsburgh Post-Gazette sem greinir frá þessu.

Í frétt frá KDKA um málið er greint frá því að bréf hafi fundist í jeppa sem maðurinn átti, talið er að bréfin séu sjálfsmorðsbréf. Farsími mannsins fannst á bílrúðu jeppans. „Sem er frekar skrýtið og uggandi“  sagði Robert Payne, lögreglustjórinn á svæðinu en hann tjáði sig um málið við KDKA.

Donna Antolovich, nágranni mannsins, segir að henni hafi brugðið við sprenginuna en þegar hún fór út sá hún húsið standa í ljósum logum. Annar nágranni segir að húsið hafi verið jafnað við jörðu þegar hann fór út en þá höfðu liðið um ein og hálf mínúta frá sprengingunni.

Lögreglan á svæðinu segir að hún hafi áður komið í þetta hús vegna vandræða á heimilinu í tengslum við geðsjúkdóma. Lögregluna grunar að maðurinn hafi opnað fyrir gasið, kveikt eld og það hafi orsakað sprenginguna.

Donna Antolovich sagði í samtali við WTAE að hún hafi verið í molum.

„Ég hef verið hér allt mitt líf. Ég hef þekkt fólkið í húsinu allt mitt líf. Dóttir hans var að gifta sig í dag og hann átti að vera í brúðkaupinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tesla ekki lengur stærsti rafbílaframleiðandi heims

Tesla ekki lengur stærsti rafbílaframleiðandi heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ellefti kynningarfulltrúinn segir upp störfum – Myndatökudrama var „síðasta stráið“

Ellefti kynningarfulltrúinn segir upp störfum – Myndatökudrama var „síðasta stráið“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 1 viku

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur
Pressan
Fyrir 1 viku

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst