fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Ferðamenn geta farið til Mars án þess að yfirgefa jörðina

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 18:00

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir eiga sér þann draum að ferðast út í geiminn og jafnvel til annarra pláneta. En það eru ekki margir sem geta látið þann draum rætast enda ekki lítið mál að fara út í geiminn og hvað þá í heimsókn til annarra pláneta.

Elon Musk, stofnandi Space-X, hyggst senda fólk af stað til Mars 2024 og bandaríska geimferðastofnunin NASA hyggst ráðast í slík verkefni á fjórða áratug aldarinnar. Þetta er langt ferðalag því meðalfjarlægðin á milli Mars og jarðarinnar er 225 milljónir kílómetra.

En nú eru góðar fréttir fyrir þá sem langar til Mars því þeir þurfa ekki að fara lengra en til norðurhluta Spánar. Þar hefur fyrirtækið Astroland útbúið „geimstöð“ í helli í Cantabria. Hann er 50 metra hár og 1,2 km að lengd. Staðurinn er afskekktur til að líkjast erfiðum aðstæðum á Mars.

Það var teymi vísindamanna, arkitekta og verkfræðinga sem hannaði og útbjó „geimstöðina“ sem rúmar 10 manns. Þar eru tilraunastofur, geimbúningar, gróðurhús, vélmenni og stöðin er sjálfri sér næg um vatn og rafmagn eins og raunveruleg geimstöð.

Þeir sem hafa áhuga á dvöl þarna þurfa að hafa vaðið fyrir neðan sig og skipuleggja það tímanlega því töluverðan undirbúning þarf undir dvölina þarna. Þátttakendur verða einnig að standast líkamleg og andleg próf.

Dvölin kostar 5.000 evrur en innifalið er 26 daga þjálfun á netinu, þriggja daga erfiðar æfingar, þrír dagar í „geimstöðinni“ og nótt á hóteli og hátíðarkvöldverður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði