fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Allt í kyrrstöðu á nýjum risaflugvelli

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. september 2019 07:55

Maktoum flugvöllurinn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allar framkvæmdir á nýjum risaflugvelli í Dubai hafa nú verið stöðvaðar. Völlurinn, Al Maktoum International Airport, á að vera tilbúinn 2030 en smá hluti hans hefur nú þegar verið tekinn í notkun. En niðursveifla í efnahagslífinu í Dubai og erfiðleikar í ferðamannaiðnaðinum hafa orðið til þess að nú hefur verið gert hlé á framkvæmdum.

Þá hafa allar fjárveitingar til framkvæmdanna verið frystar. Bloomberg skýrir frá þessu. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem annast rekstur flugvalla í Dubai kemur fram að verið sér að fara yfir langtímaáætlanir fyrir flugvöllinn og að ekki sé búið að gera nákvæmar tímaáætlanir eða fara út í smáatriði í þeirri vinnu.

Al Maktoum er um 37 km frá borginni Dubai. Upphæð sem svarar til tæplega 400 milljarða íslenskra króna hefur verið tekin til hliðar til að fjármagna byggingu vallarins sem á með tímanum að taka við hlutverki Dubai International Airport.

Hagvöxtur í Dubai var á síðasta ári sá minnsti síðan 2010. Ástæðurnar eru meðal annars pólitísk staða í heimshlutanum, lágt olíuverð og sú staðreynd að ferðamannaiðnaðurinn hefur staðið í stað síðan 2017.

Nokkur flugfélög nota nú þegar Al Maktoum flugvöllinn en 26,5 milljónir farþega fóru um hann á síðasta ári. Markmiðið er að hann eigi í framtíðinni að þjóna um 260 milljónum farþega á ári. Það eru tvöfalt fleiri farþegar en fara um Atlanta International Airport í Bandaríkjunum á ári hverju en það er sá flugvöllur sem flestir fara um í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?