fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Grunaðir um að hafa myrt þrennt – Þetta gerðu þeir á lokastundum lífsins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. ágúst 2019 07:01

Kam McLeod og Bryer Schmegelsky. Mynd:Kanadíska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn fundust Bryer Schmegelsky og Kam McLeod látnir í skóglendi í Kanada en mikil leit hafði staðið yfir að þeim í 15 daga. Þeir voru grunaðir um að hafa myrt þrennt, tvo karla og eina konu. Málið vakti mikla athygli og óhug en Bryer og Kam voru vinir, ungir að árum og ekki annað vitað en þeir væru bara ósköp venjulegir ungir menn.

En eitthvað virðist hafa bjátað á hjá þeim, að minnsta kosti er lögreglan sannfærð um að þeir hafi myrt þrjár manneskjur. Fórnarlömbin voru háskólakennarinn Leonard Dyck og parið Lucas Fowler og Chynna Deese. Öll voru þau myrt á vegum úti í Bresku Kólumbíu.

Í fyrstu taldi lögreglan að Bryer og Kam hefðu einnig verið myrtir en tilkynnt hafði verið um hvarf þeirra. En þegar kafað var ofan í málin skipti lögreglan um skoðun og taldi Bryer og Kam bera ábyrgð á morðunum. Mikil leit hófst að þeim og naut lögreglan meðal annars aðstoðar hersins við hana.

Lucas Fowler og Chynna Deese. Mynd:Fjölskyldur hinna látnu.

Bíll þeirra félaga fannst brunninn í um hálfs annars kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem lík Leonard Dyck fannst.

Leitin náði yfir um 5.000 km áður en lík félaganna fundust. Daily Mail segir að fjölmargar vísbendingar og sönnunargögn hafi fundist á þessum síðasta dvalarstað félaganna. Það var blár svefnpoki og árabátur sem kom lögreglunni á sporið og varð til þess að líkin fundust. Þar fundust einnig leifar af svínakjöti og appelsínur. Það bendir til að það hafi verið síðasta máltíð þeirra.

Lögreglan hefur ekki sagt neitt um dánarorsök félaganna en vinnur að rannsókn málsins í heild af miklum krafti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?