fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Börðu bílþjóf í hel

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júlí 2019 06:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudag í síðustu viku skildu foreldrar þrjú börn sín eftir í bíl utan við verslun í Philadelphia í Pennsylvania í Bandaríkjunum og fóru inn að versla. Þegar foreldrarnir komu út úr versluninni sáu þau á eftir bíl sínum með börnin innanborðs. Þau hlupu á eftir bílnum og náðu honum á næstu gatnamótum þar sem ökumaðurinn hafði orðið að stöðva á rauðu ljósi.

Þar drógu þau þjófinn út úr bílnum að því er segir í frétt CNN. Bílþjófurinn réðst þá á föðurinn og hljóp síðan á brott. En hópur nærstaddra hafði séð hvað gerðist og greip þá inn í atburðarásina. Fólkið náði bílþjófinum og barði hann svo illa að hann lést. Hann var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús.

CNN hefur eftir Jason Smith, lögreglustjóra í Philadelphia, að hann styðji ekki að fólk grípi til aðgerða sem þessara, lögreglan eigi að sjá um svona mál.

Lögreglan er með myndbandsupptökur af atburðinum og reynir nú að bera kennsl á fólkið sem barði hinn 54 ára bílþjóf í hel.

Börnin þrjú sluppu ómeidd frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið