fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Pressan

12 látnir af völdum lífshættulegrar sýkingar – Smitast við kossa og snertingu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. júní 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjaldgæf bakteríusýking sem upp kom í Essex á Englandi hefur haft mjög alverlegar afleiðingar, 12 eru nú þegar látnir af völdum sýkingarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá National Health Service í Essex  hafa alls 32 smitast af þessum alvarlega sjúkdómi, sem eru svokallaðir „A-streptókakkar“. BBC skýrir frá þessu.

Samkvæmt BBC hefur Public Health England (PHE) varað við því að hætta sé á að fleiri muni látast af völdum þessarar bráðsmitandi sýkingar.

Bakterían er í hálsi og á höndum

Bakterían leggst meðal annars á háls og hendur og getur fólk verið smitað af sjúkdómnum án þess að finna fyrir neinum einkennum. Bakterían getur lifað nógu lengi í hálsinum og á höndunum til þess að hún geti borist manna á milli með kossum, hnerra eða snertingu.

Talið er að sýkingin hafi fyrst komið upp í Braintree og hafi síðar dreift sér til Chelmsford og Maldon.

Flestir þeirra sem hafa smitast og látist af völdum sýkingarinnar er eldra fólk, sem hefur verið meðhöndlað vegna krónískra sára á elliheimilum og víðar.

Dr Jorg Hoffman frá Public Health England segir að um mjög alvarlegt tilfelli sé að ræða. Hann segir að vírusinn sé enn að dreifa sér og að fram til þessa hafi ekki tekist að koma alveg í veg fyrir að hann smitist. Hann segist vonast til þess að heilbrigðisyfirvöld nái með sameiginlegu átaki að ná tökum á ástandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þau treystu honum fyrir hinstu för gæludýranna – Fóru hræin bara í ruslið?

Þau treystu honum fyrir hinstu för gæludýranna – Fóru hræin bara í ruslið?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum