Samkvæmt BBC hefur Public Health England (PHE) varað við því að hætta sé á að fleiri muni látast af völdum þessarar bráðsmitandi sýkingar.
Bakterían er í hálsi og á höndum
Bakterían leggst meðal annars á háls og hendur og getur fólk verið smitað af sjúkdómnum án þess að finna fyrir neinum einkennum. Bakterían getur lifað nógu lengi í hálsinum og á höndunum til þess að hún geti borist manna á milli með kossum, hnerra eða snertingu.
Talið er að sýkingin hafi fyrst komið upp í Braintree og hafi síðar dreift sér til Chelmsford og Maldon.
Flestir þeirra sem hafa smitast og látist af völdum sýkingarinnar er eldra fólk, sem hefur verið meðhöndlað vegna krónískra sára á elliheimilum og víðar.
Dr Jorg Hoffman frá Public Health England segir að um mjög alvarlegt tilfelli sé að ræða. Hann segir að vírusinn sé enn að dreifa sér og að fram til þessa hafi ekki tekist að koma alveg í veg fyrir að hann smitist. Hann segist vonast til þess að heilbrigðisyfirvöld nái með sameiginlegu átaki að ná tökum á ástandinu.