fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Maria beitti unnusta sinn oft kynferðislegu ofbeldi – „Ég veitti honum munngælur eða settist ofan á hann þegar hann svaf“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. júní 2019 07:00

Karlmenn verða líka fyrir kynferðisofbeldi. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Maria, sem nú er 23 ára, var 14 ára eignaðist hún sinn fyrsta kærasta. Hún hafði aldrei stundað kynlíf áður og valdi að eiga í ástarsambandi við umræddan pilt því hann hafði stundað kynlíf áður. Þau voru par í eitt og hálft ár. Á þeim tíma beitti hún hann margoft kynferðislegu ofbeldi.

Þetta kemur fram í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins (DR) um þennan málaflokk en miðillinn gerði nokkur hlaðvörp þar sem fjallað var um þetta.

„Við vorum par í eitt og hálft ár og ég veit að ég beitti hann kynferðislegu ofbeldi. Hann sagði ekki nei en það var oft sem hann barðist á móti. En ég neyddi hann.“

Sagði hún í samtali við DR. Hún sagði að hún hafi áttað sig á hvað hún gerði piltinum þegar hún hlustaði á fyrrnefnd hlaðvörp.

„Mér leið eins og algjörum bjána og ég vildi svo gjarnan breyta því sem ég gerði ef ég gæti.“

Sagði hún og bætti við:

„Þegar ég vildi stunda kynlíf með honum og hann vildi frekar sofa varð ég stundum móðursjúk. Þá hugsaði ég með mér að þetta tæki bara tíu mínútur og þá væri þessu lokið. En nú veit ég að það er mjög brenglað að hafa þessa sýn því mér var alveg sama um tilfinningar hans. Ef hann sofnaði reyndi ég að vekja hann til að suða í honum um kynlíf. Ég þoldi ekki að hann sofnaði á undan mér ef við höfðum ekki stundað kynlíf áður.“

„Við gátum ekki farið í samkvæmi saman án þess að ég suðaði í honum um kynlíf því ég gat ekki hugsað mér að fara heim án þess að stunda kynlíf. Fyrir mér snerist þetta um að gera eitthvað líkamlegt til að vekja áhuga hans. Ég veitti honum munngælur og settist ofan á hann þegar hann svaf svo hann vaknaði til að við gætum stundað kynlíf þrátt fyrir að hann vildi það eiginlega ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“