fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Skelfilegt barnaverndarmál skekur Svía – Fimm börnum haldið einöngruðum frá umheiminum árum saman

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. júní 2019 07:00

Frá Ystad. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í afskekktu húsi í Ystad á Skáni í Svíþjóð héldu foreldrar fimm börnum sínum, á aldrinum 4 til 18 ára, innilokuðum í rúmlega níu ár. Börnin voru í algjörri einangrun frá umheiminum. Þau hafa aldrei gengið í skóla og búa ekki yfir margvíslegri grunnþekkingu eða félagslegri færni. Svíar eru slegnir yfir málinu en níu ár liðu frá því að hremmingar elstu barnanna hófust þar til félagsmálayfirvöld gripu inn í og fjarlægðu börnin af heimilinu.

Sænskir fjölmiðlar, þar á meðal Aftonbladet og Sydsvenskan, skýra frá þessu. Fram kemur að elsta barnið komst á skólaskyldualdur árið 2007 og var skráði í skóla Ystad en mætti aldrei í hann. Tveimur árum síðar náði næsta barn skólaskyldualdri en þá tilkynntu foreldrarnir að þau ferðuðust mikið starfa sinna vegna og af þeim sökum myndu börn þeirra stunda nám við bandarískan internetskóla. Fræðsluyfirvöld tóku þetta ekki gilt og bæði börnin voru kölluð í skóla 2009.

Foreldrarnir brugðust við þessu með því að tilkynna börnin veik og fengu staðfestingu læknis á því. Á fundi með fræðsluyfirvöldum var síðan ákveðið að börnin myndu vera undanþegin skólagöngu í Svíþjóð þar sem þau dveldu mikið erlendis.

Fengu félagslegar bætur

Næstu níu árin fór ekki mikið fyrir fjölskyldunni en 2018 dró til tíðinda. Þá fóru skattayfirvöld að undrast lögheimilisskráningu hennar. Þá uppgötvaðist að fjölskyldan hafði fengið félagslegar bætur greiddar í öll þessi og ekkert benti til að þau væru í störfum sem krefðust langra dvala erlendis. Rannsókn skattayfirvalda leiddi einnig í ljós að börnin höfðu ekki átt gild vegabréf í fjögur ár og hjá sænska sendiráðinu í Washington hafði enginn heyrt um þessa fjölskyldu. Í kjölfarið voru börnin tekin úr umsjá foreldra sinna.

Sydsvenskan hefur fjallað ítarlega um mál fjölskyldunnar og lygar foreldranna. Meðal annars hefur komið fram að þau hafi bæði sótt mörg námskeið í trúarfræði en hafi aldrei lokið þeim. Þau hafa sagt yfirvöldum að þau hafi verið virk í kirkjustarfi barna og ungmenna en enginn í viðkomandi kirkju kannast við þau. Í hvert sinn sem yfirvöld settu sig í samband við hjónin frá 2009 til 2018 sendu þau alltaf ný skjöl sem áttu að sanna að börnin væru í bandarískum skóla.

Þetta endaði með að samband var haft við umræddan skóla en þar hafði enginn heyrt um börnin né foreldra þeirra og hvað þá séð þau.

Ákæra á hendur hjónunum verðu fljótlega tekin fyrir hjá dómstóli á Skáni. Þar munu þau þurfa að skýra af hverju þau héldu börnum sínum í einangrun í níu ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar