fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Pressan

Grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann – Gróf myrtan dreng í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. maí 2019 06:00

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er verið að rannsaka hið dularfulla hvarf Madeleine McCain úr sumarleyfisíbúð foreldra hennar í Algarve í Portúgal 2007. Hún hvarf sporlaust úr íbúðinni kvöld eitt á meðan foreldrar hennar höfðu brugðið sér út að borða. Þrátt fyrir gríðarlega umfangsmikla rannsókn portúgölsku og bresku lögreglunnar hefur ekkert miðað áleiðis við rannsókn málsins.

Nýlega kom fram í breskum fjölmiðlum að Martin Ney, 48 ára Þjóðverji, væri nú grunaður um að hafa numið Madeleine á brott. Hann er þekktur barnaníðingur og raðmorðingi en hann var dæmdur fyrir að hafa myrt þrjá drengi.

Sumarið 1995 var átta ára þýskur drengur, Dennis Rostel, numinn á brott af tjaldsvæði í Selker Noor í Slesvík í Þýskalandi. Þar var Ney að verki. Hann myrti litla drenginn síðan og gróf lík hans á plantekru á Jótlandi í Danmörku.

Martin Ney og teikning sem var gerð af manni í tengslum við rannsóknina á hvarfi Madeleine.

Tveimur vikum síðar fannst líkið. Ney hafði leigt sér sumarhús á svæðinu þar sem hann nauðgaði drengnum í nokkra daga áður en hann myrti hann og gróf líkið. 16 ár liðu þar til að hann var handtekinn og refsað fyrir hryllingsverkið. Við réttarhöldin játaði hann að hafa myrt þrjá þýska drengi og að hafa níðst kynferðislega á um 45 til viðbótar. Yfirleitt var hann með andlitsgrímu áður en hann réðst á börnin og beitti þau kynferðislegu ofbeldi að næturlagi. Yfirleitt gerðist þetta í sumarbúðum en einnig nokkrum sinnum á heimilum barnanna eða barnaheimilum.

Ney var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2012 og er vistaður á öryggisdeild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Drama við Grænland – Áhöfn rússneskrar snekkju skaut að grænlenskum sjómönnum

Drama við Grænland – Áhöfn rússneskrar snekkju skaut að grænlenskum sjómönnum
Pressan
Í gær

Leyniskjöl frá CIA afhjúpa að þriðja heimsstyrjöldin hafi nærri hafist af völdum fljúgandi furðuhluta

Leyniskjöl frá CIA afhjúpa að þriðja heimsstyrjöldin hafi nærri hafist af völdum fljúgandi furðuhluta
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hann trúði virkilega að það væri engin leið út ef þessar myndir yrðu birtar”

„Hann trúði virkilega að það væri engin leið út ef þessar myndir yrðu birtar”
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dældi skilaboðum yfir konu og hvatti hana til að fyrirfara sér svo hann gæti fylgst með

Dældi skilaboðum yfir konu og hvatti hana til að fyrirfara sér svo hann gæti fylgst með