fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Sjö börn sænsks hryðjuverkamanns komu til Svíþjóðar í morgun – Afi þeirra sótti þau í flóttamannabúðir í Sýrlandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 17:30

Patricio Galvéz með barnabörnin sjö.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun komu sjö börn sænska hryðjuverkamannsins Michael Skråmos til Gautaborgar frá Írak. Þau eru á aldrinum 1 til 8 ára. Foreldrar þeirra féllu bæði í átökunum í Sýrlandi en þangað héldu þangað 2014 til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Sum barnanna fæddust í Sýrlandi.

Í desember lést móðir þeirra  þegar handsprengja sprakk nærri henni í Sýrlandi. Í mars féll faðir þeirra í átökum. Börnin voru í flóttamannabúðum í Sýrlandi. Nýlega fór móðurafi þeirra, Patricio Galvez, þangað til að reyna að koma börnunum til Svíþjóðar. Honum tókst að fá þau flutt til Írak og þaðan til Svíþjóðar.

Lögreglan og barnaverndaryfirvöld tóku á móti börnunum við komuna í morgun en þau verða í umsjá barnaverndaryfirvalda fyrst um sinn að minnsta kosti.

Sænska ríkisútvarpið hefur eftir afa þeirra að þau hafi fagnað þegar þau lentu í Gautaborg.

Michael Skråmo er einn þekktasti liðsmaður Íslamska ríkisins frá Svíþjóð. Hann var norskur ríkisborgari en fæddur og uppalinn í Gautaborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug