fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

„Ég sá aldrei barn, sem virtist vera í neyð, dapurt eða hafði verið misnotað, nærri Michael Jackson.“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 06:03

Robson, Jackson og Safechuck eru aðalpersónurnar í Leaving Neverland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða fór af stað í kjölfar sýninga á heimildamyndinni Leaving Neverland en hún fjallar um poppgoðið Michael Jackson. Í myndinni koma fram alvarlegar ásakanir á hendur honum um að hann hafi ítrekað beitt börn kynferðislegu ofbeldi.

Nú er ný heimildamynd komin út en í henni er gripið til varna fyrir Jackson. Hún heitir Neverland Firsthand og það er fjölskylda Jackson sem stendur á bak við hana. Myndin er aðgengileg á YouTube. Í henni tjá ættingjar og fyrrum vinnufélagar Jackson sig um barnaníðsásakanirnar sem Wade Robson og James Safechuck setja fram í Leaving Neverland. Þeir segja báðir að Jackson hafi ítrekað brotið kynferðislega gegn þeim þegar þeir voru börn að aldri.

Í Neverland Firsthand er meðal annars rætt við Taj Jackson og Brandi Jackson, sem eru ættingjar poppgoðsins, auk Brad Sundberg sem var árum saman yfirmaður tæknimála hjá Jackson.

„Ég sá aldrei barn, sem virtist vera í neyð, dapurt eða hafði verið misnotað, nærri Michael Jackson.“

Segir Sundberg í myndinni að því er segir í umfjöllun Vanity Fair.

Segir Wade Robson vera tækifærissinna

Í Neverland Firsthand er ráðist beint á Wade Robson og honum ekki hlíft. Brandi Jackson segir í myndinni að hún og Wade hafi verið par árum saman og gefur í skyn að honum sé ekki hægt að treysta.

„Hann hefur alltaf verið tækifærissinni. Hann veit hvernig hann á að staðsetja sig við mismunandi aðstæður svo hann hagnist fjárhagslega á því.“

Segir hún.

Lögmaður Wade hefur áður sagt að Brandi og Wade hafi ekki verið par þegar hið meinta kynferðisofbeldi átti sér stað og að hún hafi ekkert, sem máli skipti, að segja um þær ásakanir.

Eins og DV skýrði nýlega frá þá hefur Mike Smallcombe, blaðamaður og rithöfundur (hann skrifaði meðal annars ævisögu Jackson) gagnrýnt þær ásakanir sem eru settar fram gegn poppgoðinu í Leaving Neverland. Hann hefur meðal annars bent á ósamræmi í frásögn James Safechuck af hvar Jackson á að hafa beitt hann ofbeldi. Hann hefur einnig sett fram efasemdir um frásögn Wade Robson.

Í kjölfar þess sem Smallcombe hefur sett fram um Leaving Neverland hefur leikstjóri hennar játað að rangt sé farið með í myndinni að hluta.

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á Neverland Firsthand.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma