fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Telur sig vita hvað hin dularfulli hlutur Oumuamua er

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 20:30

Oumuamua eins og talið er að hann líti út. Mynd:European Southern Observatory/M. Kornmesser

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að fyrst sást til ferða hins dularfulla hlutar Oumuamua í sólkerfinu okkar á haustmánuðum 2017 hafa verið uppi miklar vangaveltur um hvað þetta sé. Vitað var frá upphafi að hluturinn átti ekki uppruna sinn í sólkerfinu okkar.

Því var haldið fram að hér væri um loftstein að ræða, aðrir töldu þetta vera halastjörnu og enn aðrir töldu að hér væri geimfar vitsmunavera á ferð. Það er því spurning hvort dr. Zdenek Sekanina, hjá NASA Jet Propulsion Laboratory, hafi rétt fyrir sér í nýrri rannsókn. Hann telur að Oumuamua sé leifar halastjörnu sem hafi sundrast áður en hún fór næst sólinni. Eftir hafi orðið vindlingalaga steinklumpur.

Sekanina hefur sérhæft sig í rannsóknum á loftsteinum, halastjörnum og geimryki á þeim 40 árum sem hann hefur starfað hjá NASA og hefur hann komið að nokkrum mikilvægustu rannsóknum sögunnar á þessum sviðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol