fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Myndin sem fer eins og eldur í sinu um netheima – „Svona má ekki gerast“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. febrúar 2019 19:00

Maðurinn hellir rusli í ána og borgarstarfsmaður horfir á. Mynd:Foto: Jakarta Water Body Management Unit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndin hér fyrir ofan hefur farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarna daga og kannski ekki að furða. Á henni sést maður tæma úr ruslafötu út í á rétt hjá hreinsunarstarfsmanni. Ár í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, eru fullar af rusli, svo fullar að þær minna frekar á ruslahauga en ár. Þar í landi er ekki óalgengt að fólk noti ár sem ruslafötur.

Það var starfsmaður vatnsverndardeildar Jakartaborgar sem tók myndina og birti á Instagramreikningi deildarinnar. Henni hefur verið mikið deilt og margir hafa tjáð sig um athæfi mannsins.

„Þetta er dæmi um eitthvað sem á hvergi að eiga sér stað. Ákveðin kaldhæðni að maðurinn helli ruslinu viljandi út í ána á meðan hreinsunarstarfsmaður horfði á.“

Sagði einn notandi um myndina.

Maðurinn  náðist fljótlega eftir að hann helti ruslinu í ána og var sektaður um sem nemur 3.500 íslenskum krónum sem er mikið fé á þessum slóðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri