fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Pressan

Óhugnanleg uppgötvun á Svalbarða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. febrúar 2019 06:58

Frá Svalbarða þar sem hlýnar með ári hverju. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svalbarði er nyrsta eyjaþyrping heims. Eyjarnar eru staðsettar í miðju Norður-Íshafinu á milli Noregs og Norðurpólsins. Noregur fer með stjórn mála á eyjunum samkvæmt Svalbarðasamningnum frá 1920 en hann kveður meðal annars á um rétt ríkja til að nýta auðlindir eyjanna og að þær skuli vera herlausar. Nýlega gerðu vísindamenn óhugnanlega uppgötvun á eyjunum og hefur hún vakið miklar áhyggjur margra.

Það voru vísindamenn, undir forystu vísindamanna við Newcastle University, sem gerðu rannsóknir á eyjunum og fundu þar gen sem gera bakteríur fjölónæmar, sem sagt ónæmar fyrir sýklalyfjum. Þessi gen fundust í fyrsta sinn fyrir nokkrum árum á Indlandi en hafa nú borist til Svalbarða. Þessi gen, eða erfðavísar, fundust í jarðvegi við Kongsfjorden. Í honum var töluvert af þessum genum. Eitt þessara gena, sem heitir NDM-1, framleiðir ensím sem gerir bakteríur ónæmar fyrir fjölda sýklalyfja.

Í 40 jarðvegssýnum fundu vísindamennirnir 131 gen, sem gera bakteríur fjölónæmar, en sýnin voru tekin á átta mismunandi stöðum. NDM-1 var í 60 prósentum prufanna.

Það ætti kannski að koma á óvart að fjölónæmar bakteríur finnist á óbyggðum svæði eins og þarna en það gerir það samt sem áður ekki. Rannsóknir hafa sýnt að fjölónæmar bakteríur er að finna í fuglaskít. Af þessum sökum telja vísindamennirnir hugsanlegt að genin hafi borist til Svalbarða með farfuglum en einnig koma önnur dýr og menn til greina sem flutningsaðilar þeirra.

Gen sem þessi er eitthvað sem við getum ekki einangrað því þau berast víða. NDM-1 fannst í fyrsta sinn í indverskum sjúklingi árið 2008. 2010 fannst genið í yfirborðsvatni í Nýju-Delí. NDM er einmitt skammstöfun á New Delhi metallo-beta-latamase. Danska ríkisútvarpið segir að þetta sama ár hafi NDM-1 fundist í bakteríu, Klebsiella pneumoniae, sem fannst í dönskum sjúklingi með blóðeitrun. Hann fékk bakteríuna á Balkanskaga.

NDM-1 er ekki hættuleg í sjálfu sér. Ef genið er í bakteríu sem ekki veldur sýkingu er engin hætta á ferðum fyrir fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir Trump hafa skitið í heyið með tollasamningi við Evrópusambandið – „Ekkert annað en skattahækkun“

Segir Trump hafa skitið í heyið með tollasamningi við Evrópusambandið – „Ekkert annað en skattahækkun“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda