fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Gamli maðurinn ætlaði að kaupa Viagra – Svar eiginkonunnar kom honum í opna skjöldu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir því sem aldurinn færist yfir fólk hættir það að geta gert allt það sem það gat áður fyrr. Eðlilega saknar fólks sumra hluta og annarra mismikið. En stundum þarf eiginlega bara að snúa klukkunni aðeins aftur á bak til að geta gert hlutina aftur. Það er einmitt það sem gamli maðurinn í þessari sögu vill gjarnan gera. Það er þó rétt að hafa í huga að hér er örugglega ekki um sanna sögu, það gæti þó auðvitað verið, en hún er góð og fær vonandi marga til að brosa.

Jón, sem var áttræður, sat og horfði á sjónvarpið. Það komu auglýsingar og ein auglýsingin var um Viagra stinningarlyfið fyrir karla. Í auglýsingunni var sagt að jafnvel eldri karlar gætu tekið þátt í smá fjöri í hjónarúminu ef þeir keyptu sér Viagra. Þetta kveikti nú bál og vonarneista í Jóni enda var orðið ansi langt síðan þau hjónin höfðu getað stundað kynlíf. Hann tók sér því taki og náði að standa upp með tilheyrandi stunum enda líkaminn orðinn gamall og stirður eftir langa starfsævi.

Hann gekk fram í forstofu, setti hattinn á sig og fór í skó og frakka. Um leið og hann opnaði útidyrnar mætti hann eiginkonu sinni, Hrefnu, sem var að koma inn úr garðinum eftir að hafa vökvað rósirnar.

„Hvert ertu að fara?“ spurði hún.

„Ég ætla til læknisins,“ sagði hann brosandi.

Hrefna virtist áhyggjufull og sagði: „Í alvöru, líður þér illa?“

„Mér líður vel. Ég ætla að fá nokkrar svona Viagra töflur,“ sagði Jón.

Hrefna var næstum komin úr jakkanum sínum þegar hann sagði þetta en flýtti sér aftur í hann þegar hún heyrði þetta.

„Hvert í fjandanum ert þú að fara?“ spurði Jón.

„Ég fer auðvitað með þér til læknisins,“ svaraði Hrefna.

„Nú, af hverju?“ spurði Jón.

„Nú, ef þú ætlar að byrja að nota þennan ryðgaða og úr sér genga hlut aftur þá er víst betra að ég fái stífkrampasprautu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Marko fékk þungan dóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nýsjálendingur sakaður um að hafa stolið verðmætu Fabergé-hálsmeni með óvenjulegum hætti

Nýsjálendingur sakaður um að hafa stolið verðmætu Fabergé-hálsmeni með óvenjulegum hætti
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sökudólgurinn fannst áfengisdauður inni á klósetti

Sökudólgurinn fannst áfengisdauður inni á klósetti