fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Fjórir lögreglumenn skotnir í Texas

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 05:59

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir lögreglumenn voru skotnir í Texas í nótt að íslenskum tíma. Lögreglan í Houston, stærstu borg ríkisins, skýrði frá þessu á Twitter. Fram kemur að til skotbardaga hafi komið er fíkniefnalögreglumenn voru að bregðast við tilkynningu um meinta heróínsölu. Skotið var á þá þegar þeir reyndu að komast inn í húsið en dómari hafði gefið út húsleitarheimild.

Tveir lögreglumenn eru í lífshættu en ástand tveggja er stöðugt. Annar hinna lífshættulega særðu var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Báðir hinir lífshættulega særðu lögreglumenn eru nú á skurðarborðinu en þeir voru báðir skotnir í hnakkann.

Skotbardaginn átti sér stað í húsi í austurhluta Houston. Lögreglumenn hafa unnið að því í nótt að kanna hvort byssumaðurinn hafi átt sér samverkamenn og hvort þeir leynist í húsinu.

Á fréttamannafundi lögreglunnar nú undir morgun að íslenskum tíma kom fram að lögreglan hafi ekki enn farið inn í umrædda íbúð en hafi sent vélmenni inn til að kanna aðstæður því ekki sé ljóst hvort fleiri vopnaðir menn séu þar inni. Myndir frá vélmenninu sýna að tveir menn eru látnir í íbúðinni og er ekki annað að sjá en þeir hafi fallið fyrir skotum lögreglumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“