fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Vara við svindli í Fortnite – Vaxandi umsvif í kringum leikinn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. janúar 2019 09:00

Ekkert Fortnite eftir klukkan 22. Mynd:Epic Games

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 200 milljónir manna um allan heim spila tölvuleikinn Fortnite að jafnaði og er leikurinn því sá vinsælasti í heiminum þessa dagana. En leikurinn á sínar skuggahliðar því afbrotamenn eru byrjaðir að nota hann til að hvítþvo peninga sem þeir ná til sín með stolnum greiðslukortum.

Þetta segir tölvufyrirtækið SixGill að sögn Variety. Í skýrslu frá SixGill segir að leikurinn hafi dregið að sér athygli tölvuþrjóta vegna uppbyggingar hans og vinsælda en það hafi orskað blómstrandi efnahagslíf í kringum leikinn. Samhliða vaxandi vinsældum leiksins má búast við að svikastarfsemi í tengslum við hann aukist segir í skýrslunni.

Epic Games, sem stendur að baki Fortnite, segir að fyrirtækið berjist stöðugt gegn svikahröppum og vari notendur sína við. Málið sé tekið mjög alvarlega.

Peningaþvætti fer yfirleitt þannig fram að afbrotamaður stofnar nýjan ókeypis Fortniteaðgang. Hann notar síðan eitt eða fleiri stolin greiðslukort til að kaupa gjaldmiðil leiksins, V-Bucks. Fyrir gjaldmiðilinn er hægt að kaupa eitt og annað sem gagnast í leiknum, til dæmis svokölluð skins en það eru búningar eða dragtir fyrir persónurnar í leiknum. Þegar búið er að kaupa fullt af skins er aðgangurinn, með öllum þessum skins og fleiru, settur til sölu á Ebay. Verðið er aðeins smá brot af virði hans. Þetta stökkva margir á og afbrotamennirnir eru sáttir við sitt og hafa um leið hvítþvegið peningana sem þeir fengu út á stolnu greiðslukortin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma