fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Stálu ferðatösku fullri af reiðufé frá fyrrum einræðisherra

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 21:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir þjófar, fyrrum einræðisherra og ferðataska stútfull af peningaseðlum. Þetta er hráefnið í réttarhöldum sem nú fara fram í Simbabve. Þar eru þrjár konur ákærðar fyrir að hafa stolið ferðatösku sem innihélt 150.000 dollara í reiðufé og var geymd í afskekktu húsi utan við höfuðborgina Harare. Þá vaknar auðvitað spurningin um hver á svo mikið reiðufé í þessu fátæka landi sem berst við gríðarlega efnahagserfiðleika?

Svarið er auðvitað Robert Mugabe fyrrum forseti og einræðisherra landsins. Þá vaknar spurningin um hver þorir og vill brjótast inn hjá einum alræmdasta einræðisherra síðari tíma? Einræðisherra sem vílaði ekki fyrir sér að láta myrða fólk, pynta og ofsækja. Svarið er að þarna var ættingi Mugabe á ferð og hluti af hreingerningarfólki einræðisherrans.

Constancia Mugabe, fimmtug frænka einræðisherrans, mætti fyrir dóm í síðustu viku vegna málsins og var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 24. janúar auk tveggja meintra samverkakvenna hennar sem störfuðu við hreingerningar. Þær greiddu tryggingu upp á 2.000 dollara hver og voru látnar lausar úr haldi. Fjórða konan gengur enn laus og hefur lögreglunni ekki tekist að hafa hendur í hári hennar.

Robert Mugabe. Mynd:Wikimedia Commons

BBC segir að Constancia Mugabe hafi haft lykla að heimili frænda síns í Zvimba og hafi opnað fyrir samverkakonum sínum svo þær gætu stolið ferðatöskunni. Þjófnaðurinn átti sér stað á tímabilinu frá 1. desember til fyrstu daga janúarmánaðar.

Þrátt fyrir að dómur hafi ekki enn verið kveðinn upp í málinu sagði saksóknari það athyglisvert að hreingerningarkonur hafi skyndilega getað keypt dýra hluti. Ein þeirra, Johanne Mapurisa, keypti til dæmsi Toyota bíl og hús sem kostaði 20.000 dollara. Saymore Nketekwa keypti Hondu bíl og búfénað.

Robert Mugabe, sem er 94 ára, var steypt af stóli af hernum 2017. Hann hafði þá setið á valdastól í 37 ár. Hann var þekktur fyrir mikla eyðslu og glæsilegan lífsstíl á meðan hann steypti landi sínu í efnahagslegar ógöngur sem ekki sér enn fyrir enda á. Simbabve var eitt sinn sagt vera matarkista Afríku, þar væru náttúruauðlindirnar svo miklar og gríðarlegir möguleikar í landbúnaði. En leiðin hefur eiginlega bara legið niður á við í þessu „auðuga“ landi undanfarna áratugi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?