fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Konungur gullmyntanna endaði í gálganum – Vafasöm málsferð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 06:59

Vahid Mazloumin og Mohammad Salem. Mynd:Center for Human Rights in Iran

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þeim fimm mánuðum sem nýr spillingardómstóll hefur starfað í Íran hafa að minnsta kosti sjö kaupsýslumenn verið dæmdir til dauða og 96 til viðbótar hafa fengið þunga dóma, allt að lífstíðarfangelsi, fyrir að hafa hagnast á efnahagskreppunni sem landið glímir við vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna.

Þrír hinna dauðadæmdu hafa nú þegar verið teknir af lífi. Í desember var Hamidreza Dermani hengdur en hann hafði verið fundinn sekur um spillingu og fjársvik upp á 100 milljónir dollara. Um miðjan nóvember var Vahid Mazloumin, þekktur sem konungur gullmyntanna, hengdur ásamt samstarfsmanni sínum Mohamed Salem. Þeir voru sakfelldir fyrir smygl og fyrir að hafa hamstrað tvö tonn af gullmynnt á 10 mánuðum með það að markmiði að hafa áhrif á markaðsvirði þeirra og veðja á verðhækkanir. Mannréttindasamtök segja að réttarhöldin yfir þeim hafi verið sýndarréttarhöld.

Eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, setti refsiaðgerðir á Íran í ágúst hefur aðgengi að dollurum og gulli verið takmarkaður sem hefur í för með sér að svartamarkaðsverðið hefur snarhækkað. Gjaldmiðill landsins hefur tapað nærri 70 prósentum af verðmæti sínu. Almenningur fer ekki varhluta af þessu og hefur mótmælt verðhækkunum, vaxandi atvinnuleysi og spillingu. Spillingardómstóllinn var svar klerkastjórnarinnar við þessum mótmælum.

Ríkisstjórnin segir nauðsynlegt að gera út af við svartamarkaðsbrask og dómstólum hefur verið fyrirskipað að vinna hratt og beita hörðum refsingum. En spilling er svo landlæg og hefur skotið rótum svo djúpt að nýi dómstóllinn getur lítið meira en krafsað í yfirborðið að mati sérfræðinga. Þeir sem hagnast á spillingunni hafa svo góð pólitísk sambönd að þeir eru nánast ósnertanlegir. Það er því auðveldara fyrir ríkisstjórnina að láta dæma nokkra spillta, að sögn, kaupsýslumenn en að gera umfangsmiklar endurbætur á bankakerfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf