fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Pressan

Er ferðamannabólan sprungin?

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 9. júlí 2018 20:42

Bláa lónið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er mánudagurinn 9. júlí 2018 dagurinn sem íslenska ferðamannabólan sprakk formlega? Þetta er spurningin sem margir hafa spurt sig að í dag eftir afkomuviðvörun Icelandair sem leitt hefur til þess að hlutabréf í félaginu gjörsamlega hrundu í verði við opnun markaða í morgun. Var það einnig gert á Kafistofunni í morgun.

Skýring Icelandair á snarminnkandi tekjum er sú að Ísland sé ekki lengur samkeppnishæft vegna verðlags og gengis. Miklar afbókanir séu farnar að bíta og ekki sjái fyrir endann á þeim ósköpum.

Þessi tíðindi — sem staðfest eru í afkomu Icelandair — eru tilfinning sem aðilar í ferðaþjónustu hafa upplifað sterkt undanfarið. Allsstaðar eru nú hótelherbergi laus, veitingastaðir eru hálftómir og afþreyingarfyrirtæki finna fyrir miklum samdrætti.

Þótt farþegatölur sýni enn fjölgun ferðamanna felst það aðallega í farþegum sem millilenda í Leifsstöð. Slíkir ferðamenn koma ekki inn í landið til að eyða gjaldeyri og skekkja því alla mynd.

Tilkynningin frá Icelandair og fjórðungshrun hlutabréfa í félaginu eru því staðfesting á nýjum veruleika. Því er nú spáð að hætt sé við að mörg fyrirtæki lifi ekki haustið af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi