fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Pressan

Ný skoðanakönnun um fylgi sænsku stjórnmálaflokkanna – Jafnaðarmenn tapa fylgi og Svíþjóðardemókratarnir vinna á

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. júní 2018 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun var birt ný skoðanakönnun um fylgi sænsku stjórnmálaflokkanna en Svíar ganga að kjörborðinu þann 14. september. Beðið hefur verið með ofvæni eftir niðurstöðum könnunarinnar því þetta er síðasta stóra skoðanakönnunin sem verður gerð fyrir kosningarnar. Það var sænska hagstofan sem gerði könnunina. Niðurstöðurnar sýna að jafnaðarmenn, flokkur Stefan Löfven forsætisráðherra, tapa fylgi en Svíþjóðardemókratarnir sækja enn í sig veðrið og bæta við sig fylgi.

Samkvæmt könnuninni fá jafnaðarmenn 28,3 prósent atkvæði og tapa 4,3 prósentustigum frá síðustu kosningum. Fylgi Svíþjóðardemókratanna mælist nú 18,5 prósent en það er 3,7 prósentustigum meira en í síðustu kosningum.

Núverandi ríkisstjórnarflokkar mælast með 32,6 prósenta stuðning en fjórir borgaralegir og miðflokkar, sem hafa myndað bandalag, mælast með 38,6 prósent. Vinstriflokkurinn mælist með 7,4 prósent og aðrir flokkar með 2,9 prósent.

Svíþjóðardemókratarnir hafa verið einangraðir á þingi þar sem hinir flokkarnir sammæltust um að hafa ekkert saman við þá að sælda til að gera þá áhrifalausa. Það er gagnrýnin stefna Svíþjóðardemókratanna á innflytjendastefnuna sem hefur farið illa í hina flokkana. En svo er að sjá sem kjósendur kunni vel að meta stefnu Svíþjóðardemókratanna og nú er svo komið að hinir flokkarnir eru farnir að ræða innflytjendastefnuna í kosningabaráttunni en þeir hafa veigrað sér við það í gegnum tíðina.

Þátttakendur í könnuninni voru spurðir hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið væri til kosninga á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis