fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Pressan

Nýjung í kirkjustarfi – Kirkjugestir beðnir um að nota snjallsíma til að gefa sálmum einkunn og deila bænum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. desember 2018 06:52

Samsung Galaxy S8 snjallsími. Mynd: Wikimedia Commons/Kārlis Dambrāns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki vel séð í flestum kirkjum að kirkjugestir séu með farsíma sína uppi og að nota þá á meðan helgihald fer fram. En í Aylsham Parish kirkjunni í Norfolk á Englandi eru kirkjugestir hvattir til að nota farsíma sína á meðan helgihaldið fer fram. Þeir eru þó ekki hvattir til að nota Facebook eða lesa DV.is á meðan á messu stendur. Það er nýtt app sem þeir eru hvattir til að nota.

Appið er gagnvirkt og gerir notendum kleift að svara spurningum, gefa sálmum einkunn og taka þátt í ”orðaskýi” sem sýnir hverju söfnuðurinn hefur verið að biðja fyrir.  Þeim mun fleiri sem skrifa ákveðið orð í orðaskýið þeim mun stærra verður letur þess í skýinu. Sky skýrir frá þessu.

Haft er eftir séra Andrew Beane, sóknarpresti, að appið veiti kirkjunni, sem bíður upp á frítt netsamband, tækifæri til að „vera miklu gagnvirkari í starfi sínu“. Hér sé um ákveðið frumkvöðlastarf að ræða þar sem haldið sé í hefðirnar en nýrri tækni jafnfram tekið fagnandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Í gær

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa