fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Þénuðu milljónir á að endurvinna notaða smokka og selja sem nýja

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 17:30

Tunna full af smokkum. Mynd úr safni. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverska lögreglan handtók nýlega 17 manns sem höfðu haft sem svarar til um 900 milljóna íslenskra króna upp úr krafsinu á að endurvinna smokka og selja sem nýja. Þeir tóku við bæði notuðum og útrunnum smokkum og pökkuðu á nýjan leik og seldu undir merkjum þekktra smokkaframleiðanda á borð við Durex.

Endurvinnslan fór að mestu fram í Henan og Hubei héruðunum í Kína. Lögreglan lagði hald á rúmlega 50.000 kassa af smokkum. Athafnamennirnir seldu smokkana aðallega á hótelum, stórmörkuðum og í sjálfsölum um allt land.

Kínverskir fjölmiðlar hafa eftir talsmanni lögreglunnar að aðstæður á pökkunarstöðunum hafi ekki verið góðar. Hreinlæti hafi verið ábótavant og aðeins um lágmarksaðstöðu að ræða. Hann sagði að lögreglumenn hafi séð athafnamennina blanda smokkunum saman við silíkonolíu í fötu áður en þeir pökkuðu þeim.

Það þarf auðvitað ekki að fjölyrða um þær heilsufarslegu hættur sem geta fylgt svona iðnaði. Það að sumir smokkanna hafi verið notaðir getur þýtt að á og í þeim hafi verið bakteríur sem valda kynsjúkdómum. Þá er ekki tryggt að ekki séu göt á smokkunum.

Samkvæmt frétt Singapore Today Online eru smokkar meðal þeirra vara sem mest eru falsaðar og seldar í Kína.

Í febrúar lagði lögreglan hald á tvær milljónir falsaðra Durex og Okamoto smokka í Yunchen héraðinu. Kínverskir fjölmiðlar segja að frá 2014 hafi 10 álíka mál komið upp og hafi þeir sem voru sakfelldir í þeim hlotið allt að fjögurra ára fangelsisdóma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði