fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Dularfullt hljóð truflaði kennarana dag og nótt – Áttu ekki orð þegar þeir fundu upptök þess

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. nóvember 2018 06:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfullt og frekar hávært hljóð var eitthvað sem gat ekki farið framhjá kennurum og öðru starfsfólki sem og nemendum skóla í Hunan-héraðinu í suðausturhluta Kína. Hljóðið heyrðist dag og nótt en erfitt reyndist að staðsetja það. Þegar að rafmagnsreikningur barst og kennarar sáu hversu hár hann var töldu þeir líklegt að það tengdist hljóðinu dularfullar. Þeir báru málið undir skólastjórann sem var sammála því að reikningurinn væri hár en sagði að það væri örugglega vegna mikillar notkunar á loftkælingu og hitadælum. En skólastjórinn vissi betur.

South China Morning Post skýrir frá þessu.

Ekki minnkuðu áhyggjur og grunsemdir kennaranna og annarra vegna málsins en skólastjórinn virtist vera sá eini sem tók þessu öllu af ró. Hljóðið var mjög þreytandi en því var lýst sem einhverskonar suði, eins og frá viftu eða einhverju raftæki. Starfsfólkið fór því að leita að upptökum hljóðsins og á endanum rakti það upptökin til tölvurýmis skólans. Þar var allt með felldu með tölvur skólans en við blasti að níu tölvum hafði verið bætt við í tölvurýminu. Þær voru notaðar til að grafa eftir rafmynt en slíkur gröftur er orkufrekur og krefst sérstaks tölvubúnaðar. BBC skýrir frá.

Það getur verið mikið upp úr þessu að hafa enda eru margar rafmyntir verðmiklar. Það fylgir því einnig mikill kostnaður að koma sér upp búnaði til að leita að rafmynt en skólastjórinn keypti sér fyrstu tölvuna til þessa í júní 2017 að sögn South China Morning Post. Síðan bætti hann við búnaðinn og var að lokum kominn með 8 tölvur sem sáu um gröftinn. Hann hefur væntanlega ætlað að halda rekstrarkostnaðinum í lágmarki með því að staðsetja búnaðinn í skólanum og láta hann greiða rafmagnsreikninginn.

BBC segir að skólastjórinn hafi þó ekki verið einn að verki því aðstoðarskólameistarinn hafi einnig tekið þátt í þessu en hann var bara með eina tölvu. Auk þess að nota rafmagn skólans notuðu tölvurnar einnig netkerfið og hægðu verulega á netsambandi skólans og truflaði það kennsluna.

Ekki þarf að koma á óvart að skólastjóranum hefur verið vikið frá störfum en aðstoðarskólastjórinn slapp með skrekkinn og fékk aðvörun. Þá hafa yfirvöld gert fjárhagslegan ávinning skólastjóranna af greftrinum upptækan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“